Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

Hvað er gáttatif?

Gáttatif (e. atrial fibrillation) er rafleiðnitruflun í leiðslukerfi hjartans. Hjartað hefur innra leiðslukerfi sem stjórnar hjartsláttartíðni og takti. Í hverjum hjartslætti færist boðspenna frá toppi til botns hjartans og veldur því að það dregst saman og dælir blóði. Undir eðlilegum kringumstæðum er hjartsl...

Nánar

Er hættulegt að vera bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús?

Öll spurningin hljóðaði svona: Er bit húsamúsa hættuleg? Hvað skal gera ef maður er bitinn til blóðs af villtri íslenskri mús? Stutta og einfalda svarið við spurningunni er já. Rétt er að ganga út frá því að bit dýra og manna sé slæmt og geti haft áhrif á heilsu okkar, sérstaklega ef bitið er til blóðs. ...

Nánar

Hvað er háfjallaveiki?

Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn. Orsakir og einkenni Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill...

Nánar

Hvað er best að gera til að koma í veg fyrir hæðarveiki?

Þegar komið er upp í meira en 2500 metra yfir sjávarmáli getur hæðarveiki (e. high altitude illness) gert vart við sig. Langalgengasta birtingarform hæðarveiki er háfjallaveiki (e. acute mountain sickness, AMS) en lífshættulegir sjúkdómar eins og hæðarheilabjúgur (e. acute mountain cerebral edema, HACE) og hæðarl...

Nánar

Hvernig fer sýnataka vegna lungnakrabbameins fram?

Sýnataka úr æxli eða meinvarpi er nauðsynleg til greiningar á lungnakrabbameini. Auk hefðbundinnar vefjagreiningar er nauðsynlegt að sýnið sé nægilega stórt þannig að hægt sé að gera á því ónæmis-, sameinda- og stökkbreytingarannsóknir, sérstaklega ef fyrirhuguð er krabbameinslyfjameðferð. Berkjuspeglun nýtist ...

Nánar

Er það rétt að börnum sé hættara við andlegri og líkamlegri fötlun eftir því sem foreldrarnir eru eldri? Ef svo er, hvers vegna?

Í eftirfarandi svari er gengið út frá því að átt sé við að börnin fæðist með galla sem hafi í för með sér líkamlega eða andlega fötlun, það er fæðingargalla. Fæðingargalli er skilgreindur sem óeðlileg gerð, starfsemi eða efnaskipti sem eru fyrir hendi við fæðingu barns og leiða til andlegrar eða líkamlegrar fö...

Nánar

Er hægt að klóna apa?

Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...

Nánar

Fleiri niðurstöður